Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528715040.64

    Enska - lestur, skilningur, málfræði og orðaforði
    ENSK2LS05
    59
    enska
    lestur, málfræði, orðaforði, skilningur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á tjáningu, lestur texta, ritun og undirstöðuatriði enskrar málfræði með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Lesnir verða valdir rauntextar af netinu og úr kennslubók, auk þess sem nemendur lesa valin skáldverk. Skriflegi þátturinn er þjálfaður með fjölbreyttum æfingum.
    Einkunn B á grunnskólaprófi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • enskri menningu og enskri tungu
    • menningu í öðrum enskumælandi samfélögum
    • almennum málfræðireglum
    • sérkennum ritmáls og talmáls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita almennum málfræðireglum í rituðu máli
    • nota orðabók og viðeigandi hjálpargögn
    • tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega
    • lesa og greina bókmenntatexta
    • beita almennum stafsetningarreglum í rituðu máli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig í ræðu og riti á ensku
    • verða sjálfbjarga í upplýsingaöflun á ensku
    • geti aflað sér upplýsinga um ensk málsamfélög
    • lesa sér til gagns og gamans
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum; stutt próf, viðtöl, lesskilningur, ritun, hlustun og talþjálfun.