Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528896432.65

    Starfsþjálfun 1
    STAÞ1SR20(FV)
    34
    Starfsþjálfun
    starfsþjálfun í rafvirkjun
    Samþykkt af skóla
    1
    20
    FV
    Nemanda eru kynntar allar öryggiskröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við rafmagn. Nemandi skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæri sem nota þarf við rafvirkjastörf. Mikilvægt er vinnubrögð hans séu fagmannleg frá upphafi. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður rafvirkja og geta framkvæmt einfaldar tengingar. Gott er leyfa nemandanum að byrja á einföldum verkþáttum og bæta svo í eftir því sem hæfni hans eykst
    Nemandi skal hafa lokið 2 önnum (60 einingum) í grunndeild rafiðna.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggiskröfum og öryggi á vinnustað
    • • frágangi rafmangstenginga með fagmannlegum hætti.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla og beita handverkfærum sem þarf að nota við rafvirkjastörf
    • leggja og tengja raflagnir á fagmannlegan hátt
    • vinna í hópi iðnaðarmanna að sameiginlegu markmiði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna eftir fyrirmælum sem aðstoðarmaður rafvirkja við allar almennar raflagnir
    • • nemandi geti lagt rafmagnsrör og komið fyrir rafmagnsdósum í nýbyggingu eftir raflagnateikningu
    • • hann geti dregið í rörin samkvæmt hlutverki víra og ákveðið fjölda víra í hverju röri
    • • nemandi geti tengt allan endabúnað s.s. rofa, ljós og tengla
    • • nemandi geti lagt áfelda kapallögn á réttan og snyrtilegan hátt
    • • nemandi geti lagt og gengið frá raflögnum í mismunandi byggingarefni s.s. steypu, timbur, vikur og gips
    Námsmat er höndum viðkomandi rafvirkjameistara