Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1528966338.6

  Raflagnir 2
  RALV1RÖ05(FV)
  9
  raflagnir
  kapallagnir, lagnatækni, röralagnir, tengingar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  FV
  Fjallað er um framleiðslu rafmagns og mismunandi gerðir flutningskerfa. Farið er í öryggismál, hvernig á að haga sér við hinar ýmsu aðstæður. Nemendur læra að nýta sér reglur og staðla við lagnir. Farið verður í mismunandi gerðir rofa, lagnir íbúðarhúsa og greinatöflur tengdar. Helstu heimilistæki eru kynnt og orkunotkun þeirra skoðuð. Nemendur læra að velja leiðara miðað við orkunotkun og velja varbúnað við hæfi.
  Raflagnir 1
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • slysahættum sem eru á vinnu við rafmagn á vinnustöðum.
  • framleiðslu raforku og helstu flutningsleiðum til notenda.
  • utanaðkomandi aðstæðum á raflagnir eins og raka og varma.
  • öryggis og reglugeðarákvæðum er varða raflagnir og varnaraðferðir.
  • helstu heimilistækjum og straumþörf þeirra.
  • mikilvægi fagmannlegra vinnubragða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tengja ýmsa rofa og búnað sem tilheyra minni veitum.
  • forðast hættur bæði í vinnu við rafmagn og umgengni á vinnustöðum.
  • draga leiðara í rör.
  • skipleggja starf sitt og beita faglegum vinnubrögðum.
  • tengja helstu rofa og tengla í minni veitum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir hættum sem leynast við vinnu með rafmagn og verkfæri.
  • gera sér grein fyrir orkunotkun í heimahúsum og velja búnað í samræmi við hana.
  • velja raflagna efni í minni veitur.
  • leggja raflagnir og tengja í minni veitur.
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.