Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528967925.23

    Rafmagnsfræði 1
    RAMV1JS05(fv)
    5
    Rafmagnsfræði
    Jafnstraumur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    fv
    Farið er í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Lögð er áhersla á að nemandinn læri að nýta sér þessi lögmál við reikninga og gera prófanir á þeim með mælingum í jafnstraumsrásum. Farið er yfir mismunandi gerðir spennugjafa auk þess sem nemandinn á að þekkja helstu teiknitákn í einföldum jafnstraumsrásum.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum s.s. straumur, spenna, viðnám
    • teiknitáknum fyrir mæla, spennugjafa og ýmsar gerðir viðnáma
    • helstu lögmálum s.s. Ohms-, Kirkhhoffs- og afllögmáli
    • helstu forskeytum eininga s.s. milli, míkró, nanó o.s.frv.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma reikninga í einföldum jafnstraumsrásum
    • teikna einfaldar jafnstraumsrásir
    • nota fjölsviðsmæli
    • tengja og reikna einfaldar jafnstraumsrásir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja upp einfaldar jafnstraumsrásir eftir teikningu og framkvæma á þeim mælingar
    • sannprófa niðurstöður með notkun lögmála og/eða mælinga
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.