Í áfanganum er lögð áhersla á nemendur kynnist stafrænni tækni og og að þeir nái tökum á grundvallaratriðum hennar. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólska. Þeir læra að einfalda þær með hjálp Karnaugh-korta. Nemendur kynnast samrásum og virkni þeirra.Lögð skal áhersla á notkun hermiforrita við prófun rásanna. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og smátölvur og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d. í skynjararásir ýmiskonar.
TNTÆ1GA03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
notkun bólskrar algebru og sannleikstaflna við skilgreiningu á virkni rökrása.
notkun Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum.
virkni helstu samrása.
hvernig beita skal mælitækjum við bilanaleit.
forritun örgjörva og smátölva.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja samrás í hermiforrti og prófað hana
hanna og smíða litla prentrás fyrir samrás.
forrita litla örgjörva.
beita bólskri algebru og Karnaugh-kort til einföldunar á rökrásum.
hanna og smíða litla prentrás fyrir samrás
setja upp einfalda smátölvu með útværum búnaði og stýrikerfi.
forrita smátölvu til einfaldra verka.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta beitt mælitækjum við að prófa rökrásir.
geta beitt tölvuhermiforritum til prófunar á rökrásum.
geta hannað prentrás fyrir rökrás.
geta lóðað saman íhluti á prentrás.
búa yfir hæfni til að forrita örgjörva eftir ákveðinni forskrift.
hanna prentrás fyrir rökrás.
forrita örgjörva og smátölvur eftir ákveðinni forskrift.
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.