Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528970085.07

    rafvélar
    RRVV2RK05(FV)
    9
    Rafvélar
    Rafvélar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FV
    Í þessum áfanga er fjallað rafvélar þ.e. rafala, mótora og spenna bæði jafnstraums-, einfasa- og þriggjafasa riðstraums. Gerðar eru tengimyndir af spennum og afriðlum og mælingar á þeim við mismunandi álag Tengdar eru ýmsar rafvélar og gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Kynntir eru staðlar er varða byggingu, málsetningar, aflstærðir, auðkenni tengipunkta, merkiskilti (málgildi), verndarstig, varnarflokk o.fl. fyrir rafhreyfla. Þá er lögð áhersla á að nemendur æfist í að nota mælitæki og verkfæri rafiðnaðarmanna, greina bilanir og gera við rafvélar og raftæki og venjist við að taka tillit til öryggissjónarmiða við viðgerðir á þeim. Farið er í ræsingar og hraðastýringar rafhreyfla. Tengdir eru mjúkræsar og tíðnibreytar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni ýmissa rafala og mótora
    • virkni mjúkræsa og tíðnibreyta
    • tengingum og mælingum á þessum búnaði
    • öryggisatriðum varðandi rafvélar.
    • mæliaðferðum og mælibúnaði sem notaður er.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja ýmisskonar rafvélar við mismunandi ræsibúnað og neysluveitur
    • tengja þriggjafasa rafmótora við hraðastýringar og mjúkræsa
    • framkvæma mælingar á þessum búnaði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina um val á ýmsum rafvélum í mismunandi neysluveitum og annast uppsetningu þeirra
    • skrifa skýrslur um mismunandi einfasa rafvélar
    • gera helstu mælingar í kraft- og stýrirás mótora
    • greina bilanir í rafmótorum og stýringum
    • skipta um algengar legur og kol
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.