Í þessum áfanga er lögð áhersla á tengingar og efnisval á meðalstórum boðskiptakerfum s.s. tölvukerfi, símalagnir, dyrasímakerfi, loftnetskerfi og ljósleiðara. Einnig verða tengd brunakerfi bæði Analog og rásastýrð. Gerðar verða mælingar og farið í bilanaleit í þessum kerfum.
RALV2RT03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lagningu bruna og boðskiptalagna.
kröfum um frágang á köplum í rennum, bökkum og stigum.
uppröðun í tengiskápa.
mismunandi gerðum kapla eftir aðstæðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja boðskiptalagnir við krosstengibretti (patcpanil) og annan endabúnað.
leggja og tengja tölvu, síma, hljóð, mynd og loftnetslagnir á fagmannlegan hátt.
setja upp og tengja mismunandi brunakerfi.
finna út bilanir og gera við þær
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja loftnetskerfi og gera mælingarskýrslu.
tengja dyrasímakerfi og mæla út bilanir.
tengja boðskiptalagnir og krosstengibretti.
gera mælingarskýrslu og útlitsmynd af skáp.
geta valið búnað í ljósleiðarakerfi og umgengist búnaðinn af þekkingu.