Í áfanganum eru kynnt helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum, þ.e. segulliðastýringar, loftstýringar, rafeindastýringar og iðntölvustýringar og farið dýpra í segulliðastýringar, þ.e. kraft- og stýrirásir, heldur en gert var í fyrri áfanga. Farið er yfir virkni og notkun yfirálagsvarna, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notaður er í kraft- og stýrirásum. Haldið er áfram með teikningar og staðla sem og kennslu teikniforrita fyrir segulliðastýringar (t.d. Acad og/eða PCschematic). Farið er yfir notkun tengilista og tengilistanúmera, strengja- og víramerkingar. Kynntar eru nokkrar ræsiaðferðir rafmótora, svo sem Y/D-ræsing, Dahlander-ræsing, bein ræsing og mjúkræsingar. Nemandinn fær þjálfun í að tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir.
RÖKV1RS03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu stýrikerfum sem notuð eru í iðnstýringum
notkun og virkni á yfirálagsvörnum fyrir rafmótora, mótorvarrofa og varnarbúnað sem notaður er í tengslum við kraft- og stýrirásir
notkun og virkni endastoppsrofa, flotrofa og neyðarstoppsrofa
notkun og virkni á þrýstiliðum og segullokum
notkun á tengilistum og tengilistanúmerum
notkun á merkingum, þ.e. víra- og strengjamerkingum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota nokkrar ræsiaðferðir fyrir rafmótora
nota teikniforrit fyrir stýrirása- og kraftrásateikningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
framkvæma bilanaleit í segulliðastýringum
skilja upplýsingar af skiltum rafmótora tengja stýri- og kraftrásir skammhlaupsmótora
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.