Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529332396.44

    Náttúrufræði 1 á starfsbraut
    NÁTT1NS05
    23
    náttúrufræði
    Náttúra og samfélag
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum fer fram kynning á náttúruvísindum. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að þekkja og skilja náttúruna og þau öfl sem að móta hana. Sérkenni íslenskrar náttúru, lífríki, jarðfræði og veðurfar verða tekin fyrir. Nemendur læra og þjálfast í veglengdum og mismunandi þyngdum. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist þessum atriðum með vettvangsferðum og verklegri kennslu. Nemendur læra einnig að afla sér upplýsinga á netinu og halda kynningar um námsefnið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Algengustu fuglategundum á Íslandi og hvernig má þekkja þær.
    • Lífríki sjávar og helstu nytjategundum.
    • Hvar eldvirkni er á Íslandi og mögulegar afleiðingar eldgosa.
    • Hvar jarðskjálftar verða á Íslandi og mögulegar afleiðingar jarðskjálfta.
    • Metrakerfinu og skilji samhengið milli, mm, cm, m og km.
    • Þyngd hluta og skilji samhengið á milli mg, gr og kg.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Átta sig á tengslum manna og umhverfis.
    • Taka þátt í umræðum um íslenska náttúru og helstu einkennum hennar.
    • Umgangast náttúruna af gát og virðingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Gera sér grein fyrir því að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana.
    • Þekkja náttúrulegt umhverfi sitt og rati um það.
    • Taka þátt í gagnrýnni umfjöllun um málefni er snerta náttúru og umhverfi mannsins.