Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529586742.03

    Sölufræði
    MEIS4SÖ03
    6
    Meistaranám
    Sölufræði
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    av
    Í áfanganum er farið í grunnatriði innkaupa og birgðastýringar. Sölutækni og samskipti við viðskiptavini. Farið í ýmsa þætti er varða fagmennsku við sölu og þjónustu. Lögð er áhersla á góð samskipti, að halda viðskiptavinum ánægðum og koma í veg fyrir óánægju þeirra. Hvernig á að bregðast við ábendingum og kvörtunum og nýta þær til að bæta vörur og þjónustu og öðlast þannig samkeppnisforskot. Nemendur kynnast meginþáttum þjónandi forystu (servant leadership) og mikilvægi þess að auka verðmætasköpun, samkeppnishæfni, nýsköpun og sjálfbærni með aukinni þjónustu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atriðum varðandi sölutækni almennt svo sem viðmót, málfari og líkamsbeitingu.
    • mikilvægi fagmennsku við sölu og þjónustu til að fullnægja þörfum viðskiptavina og stuðla að framtíðarvelgengni fyrirtæksins.
    • mikilvægi þess að halda viðskiptavinum ánægðum og koma í veg fyrir óánægju þeirra.
    • mikilvægi þess að geta setja sig í spor viðskiptavinarins.
    • stjórnun innkaupa og birgðahaldi fyrirtækis.
    • inntaki hugmynda um þjónandi forystu.
    • mikilvægi þess að auka verðmætasköpun, samkeppnishæfni og sjálfbærni með aukinni þjónustu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • góðum samskiptum.
    • að veita góða þjónustu.
    • bregðast við ábendingum og kvörtunum og nýta þær til að bæta vörur og þjónustu.
    • að setja upp skipulag á lagerhaldi.
    • nýta sér hugmyndir um þjónandi forystu til að mæta betur þörfum viðskiptavina
    • að nota aukna þjónustu markvisst til að auka verðmætasköpun, samkeppnishæfni og sjálfbærni með aukinni þjónustu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bæta hæfileika sína í samskiptum.
    • auka færni sína í að veita góða þjónustu til að bæta ímynd fyrirtækisins.
    • bæta skipulag á innkaupum og birgðahaldi.
    • móta og hrinda í framkvæmd stefnu um þjónustu og viðskipti við viðskiptavini sem byggir á hugmyndum um þjónandi forystu með það að markmiði að mæta betur þörfum viðskiptavina, standast samkeppni og leggja sitt af mörkum til sjálfbærni og nýsköpunar í samfélaginu.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.