Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529590404.72

    Grunnáfangi í landafræði á starfsbraut
    LAND1SB05
    11
    landafræði
    Starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur fá grunnþekkingu á heimsálfunni Evrópu. Kynnt eru helstu lönd í Evrópu. Fjallað er um helstu einkenni hvers lands, svo sem staðsetningu á korti, höfuðborg, tungumál, þjóðfána, þjóðarleiðtoga og fleira. Nemendur vinna fjölbreitt verkefni og nýta sér leitarvefi til upplýsingaöflunar. Unnið er eftir einstaklingsnámskrá. Viðfangsefni eru miðuð við getu og þroska hvers nemanda.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nokkrum löndum Evrópu, s.s. staðsetningu, höfuðborg, tungumál, þjóðfána, þjóðarleiðtoga, menningu o.fl.
    • helstu atvinnuvegum landsins
    • mikilvægi náttúruverndar og auðlinda
    • notkun leitarvefja í upplýsingaleit
    • landakort
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • segja frá einkennum og menningu viðkomandi lands
    • vera meðvitaðri um náttúru og náttúruvernd
    • lesa landakort
    • nýta sér leitarvefi til upplýsinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér frekari upplýsinga um staðhætti og menningu í Evrópu
    • geta greint á milli náttúruverndar og náttúruspjalla
    • afla sér meiri þekkingar með leitarvefum
    • nýta sér landakort á ferðalögum
    Leiðsagnarmat, verkefnaskil og virkni í kennslustundum. Umsögn og einkunn í lok áfanga.