Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1529664747.4

    Stærðfræði með áherslu á heimilisinnkaup
    STÆR1PI05
    102
    stærðfræði
    Peningar, innkaup, verðmiðar
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðmiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvernig heimilisinnkaup fara fram
    • Gildi peninga
    • Fjölbreytileika verslana
    • Mikilvægi innkaupalista
    • Að lesa verðmiða og kassakvittanir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta sér innkaupalista
    • Nota peninga eða kort
    • Lesa á verðmiða
    • Fara í mismunandi verslanir
    • Fara yfir kassakvittun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Búa til innkaupalista
    • Versla inn fyrir heimili
    • Gera verðsamanburð
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil. Áfanginn er valáfangi á starfsbraut.