Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1529667205.03

  Smiðja - verkmennt
  SMIÐ1MÁ05
  4
  Smiðja
  Málun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanganum er ætlað að veita innsýn inn í verklegt nám. Þar gefst nemendum kostur á vinna að eigin verkefnum í samráði við kennara. Kynntar verða ýmsar aðferðir við hugmyndavinnu, einfalda vinnuferla og verklag. Reynt verður að byggja á styrkleikum og áhugasviði hvers nemanda. Lögð er áhersla á að verkefni séu raunveruleg og hafi áþreifanleg lokamarkmið. Reynt verður eftir föngum að tengja ýmsar aðrar námsgreinar inn í vinnuna með það að markmiði að þjálfa yfirfærslu þekkingar og heildræna sýn. Nemendur halda ferlimöppu yfir vinna sína í áfanganum, og skrásetja vinnu sína m.a. í gegnum skissur og ljósmyndir. Nemandi skal skila inn upplýsingum um vinnu sína og framvindu verkefna vikulega og byggja þannig upp ferlimöppuna jafnt og þétt yfir spönnina.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun mismunandi lita og áhalda
  • helstu eiginleikum og notkunarmöguleikum algengra efna
  • tjáningu í gegnum myndlist
  • uppbyggingu einfaldra hugmyndabanka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera einfalda verk/tíma/kostnaðaráætlun
  • fylgja einfaldri verk/tíma/kostnaðaráætlun
  • sinna verklegu námi
  • beita lausnaleitaraðferðum (e. Problem solving)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér betur grein fyrir sínu áhugasviði og þeim styrkleikum í því felast
  • nýta sér þá þekkingu sem hann býr yfir
  • yfirfæra þekkingu og beita á nýjar aðstæður
  • þjálfa sköpunarhæfileika sína
  • sjá möguleika í endurnýtingu hluta
  • bregðast við óvæntum áhrifaþáttum í verkáætlun
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.