Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1534256404.37

  Rúmfræði og hornaföll
  STÆR1RU05
  104
  stærðfræði
  Rúmfræði og hornaföll
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Viðfangsefni áfangans eru undirstöðuhugtök evklíðskrar rúmfræði. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðuhugtökum evklíðskrar rúmfræði
  • hæð, miðlínu, og helmingalínu horns í þríhyrningi
  • ferilhornum, miðhornum og reglum um tengsl þeirra við hringboga
  • einshyrndum þríhyrningum og reglu þar um
  • umhring og innhring þríhyrnings
  • hornasummu þríhyrnings
  • reglu Pýþagórasar
  • flatar- og ummáli
  • rúmmáli og yfirborðsflatarmáli
  • rúmmálseiningum
  • hornaföllum
  • metrakerfinu, mælingum, flatarmáli og rúmmáli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
  • beita undirstöðuatriðum evklíðskrar rúmfræði til að leysa margs konar verkefni, s.s. til að finna horn og hliðar í einföldum flatar- og rúmmyndum og reikna flatar- og rúmmál þeirra
  • temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
  • skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
  • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.