Í áfanganum verður byggt ofan á þann grunn sem nemendur hafa myndað í fyrstu þremur áföngunum. Þá verður einnig lokið við að fara yfir helstu málfræðiatriði tungumálsins.
Lesin er léttlestrarbók á spænsku sem og greinar sem tengjast málefnum líðandi stundar.
Við lok áfangans eiga nemendur að vera komnir að mörkum A2 og B1 samkvæmt Evrópska matsrammanum.
SPÆN1CC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ýmsum sérhæfðum þáttum í menningu og þjóðfélagi spænskumælandi málsvæða - sérhæfðari þáttum spænsks málkerfis - þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að skilja efni áfangans - notkun spænsku til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja þegar rætt er um málefni daglegs lífs eða kunnugleg málefni - greina aðalatriði í frásögn, þ.m.t. í fjölmiðlum og á netinu, sem fjalla um afmörkuð málefni - skilja sértæk orð og orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talmál - skilja og túlka einfalda eða einfaldaða bókmenntatexta - skilja stuttar greinar, t.d. í tímaritum, dagblöðum og á netinu, um ýmis efni með hjálp orðabóka og uppsláttarrita - skima og skilja aðalatriði í nokkuð þungum textum sem tengjast þemum áfangans - taka þátt í samræðum um afmörkuð, undirbúin efni og beita málfari við hæfi hverju sinni - halda stutta og hnitmiðaða kynningu um efni sem hann hefur undirbúið fyrirfram - skrifa texta af fjölbreyttu tagi sem tengjast viðfangsefnum áfangans - skrifa útdrátt eða eigin hugleiðingu út frá frásögn í m.a. greinum og bókmenntatextum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja aðalatriði í daglegu máli, svo sem samræður og fjölmiðlaefni - tileinka sér og nýta efni ritaðra texta af ýmsu tagi - lesa skáldskap á hæfilegu þyngdarstigi og tjá sig munnlega og skriflega um efnið - ræða af nokkru öryggi um kunnugleg efni - taka þátt í einföldum skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu - skrifa læsilegan texta um sérvalið efni - nýta á markvissan hátt upplýsingatækni og ýmis hjálpargögn við textasmíð
Fjölbreytilegt námsmat. Allir fjórir hæfniþættirnir metnir; tal, ritun, hlustun og lestur.