Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1535643652.73

    Næringarfræði
    NÆRI2AA05
    11
    næringarfræði
    Næringarfræði manna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um næringarfræði mannsins, næringarefni fæðunnar og samspil hennar við mannslíkamann á hinum ýmsu æviskeiðum. Sérstakar næringarþarfir, eiturefni í matvælum og matvælasjúkdóma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - næringarefnum fæðunnar og samspili þeirra við mannslíkamann
      - mikilvægi hreyfingar fyrir heilbrigði
      - meltingu og mikilvægi örveruflórunnar í því samhengi
      - mikilvægi vatns
      - merkingum matvæla
      - áhrifum matreiðslu- og geymsluaðferða á næringargildi fæðu
      - næringarþörf á mismunandi æviskeiðum
      - næringarþörfum sérstakra hópa
      - eiturefnum í matvælum
      - fæðuofnæmi og fæðuóþoli
      - fæðutengdum sjúkdómum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - lesa næringarfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
      - meta hollustu fæðu sinnar
      - reikna orku- og næringarefnainnihald fæðunnar
      - setja saman hollan matseðil fyrir mismunandi hópa
      - beita hugtökum næringarfræðinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - auka skilning sinn á næringarfræðilegum viðfangsefnum
      - geta tekið rökstudda afstöðu til næringarfræðilegra álitamála
      - tengja undirstöðuþekkingu í næringarfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
      - taka ábyrgð á eigin lífi með tilliti til næringarþarfa og heilbrigðis
      - afla sér frekari þekkingar á sviði næringarfræðinnar
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.