Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1535710893.4

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    22
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast helstu þáttum þroskasálfræðinnar og þroskaferlum einstaklinga frá getnaði og fram á unglingsár. Fjallað er um líkamsþroska vitsmuna-, siðfræði- og tilfinningaþroska. Einnig er vikið að þroskahömlum og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Fjallað er um mismunandi þroskakenningar. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina eru skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga til dæmis geðræn-, tilfinningaleg-, líkamleg-, náms- og hegðunarvandamál.
    SÁLF2IN05 eða áfangi á öðru þrepi í félagsgreinum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - þroska mannsins út frá sálfræðilegum kenningum
      - þróun máltöku
      - helstu hugtökum og kenningum þroskasálfræðinnar
      - framlagi þroskasálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - miðla sérhæfðri færni með því að beita almennum og sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum
      - afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
      - nýta fræðilegan texta á íslensku
      - miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - vera betur í stakk búinn til að takast á við uppeldi eigin barna
      - tileinka sér frekara nám/starf á sviði uppeldismála
      - vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
      - meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
      - taka þátt í rökræðum um málefni sem tengjast þroskasálfræði
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.