Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536068942.23

    Sálfræði og kvikmyndir
    SÁLF3KV05
    23
    sálfræði
    kvikmyndasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Eitt af markmiðum áfangans er aukin sjálfsþekking nemenda sem byggir á því að bera margbreytilegar aðstæður í lífinu, sem sjá má í kvikmyndum, saman við eigin aðstæður og máta við sjálfa sig.
    Sýnd verða brot úr mörgum kvikmyndum með mismunandi þemu og nokkrar kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi.
    Kvikmyndasaga á öðru þrepi eða áfangi í félagsfræði eða sálfræði á þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - hvernig geðræn vandamál og sjúkdómar birtast í kvikmyndum
      - mismunandi tilfinningum, fordómum, firringu, einmannaleika, sársauka og sorg og hvernig þau birtast í kvikmyndum
      - hvernig sjálfstraust, útlit, líkamleg bæklun, ofverndun, að vera barn og að vera öðruvísi birtast í kvikmyndum
      - hvernig sjúkdómar og fíkn, s.s. alkóhólismi, birtast í kvikmyndum
      - samskiptum kynjanna, tilhugalífi, ást, hjónabandi, skilnuðum og sættum út frá birtingarmynd þeirra í kvikmyndum
      - styrk einstaklingsins og sérhæfileikum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - greina mismundandi persónuleika í kvikmyndum út frá persónuleika-sálarfræði
      - átta sig á samskiptamunnstir fólks út frá stöðu þess (hástaða – lágstaða)
      - skoða kvikmyndir út frá sjónarhorni sálfræðinnar
      - setja sig í spor þeirra sem minna mega sín, skilja þá og hafa samúð með þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - eiga betri samskipti við aðra á forsendum innsæist sem hlýst af kynningu af mismunandi persónum og fjölbreytilegum mannleg­um aðstæðum í kvikmyndum
      - rökstyðja mál sitt þegar fleiri en ein hlið er á málum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá