Í áfanganum kynnast nemendur helstu atburðum, persónum og stefum í sögu Íslands frá landnámi fram til 1800. Munu nemendur bæði fá að kynnast yfirlitssögu landsins en einnig verður notast við einsögu nálgun til að kynnast aðstæðum einstaklinga. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sögu lands og þjóðar, skilji hvaða áhrif röð atvika hafði á framvindun sögunnar og læri að skilja og skynja uppruna þess samfélags sem þau búa í.
SAGA2YA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu þáttum/viðburðum Íslandssögu 870-1800 - orsökum þeirra og áhrifum á íslenskt samfélag - heimildaöflun - að kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á heimildaöflun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að færa rök fyrir máli sínu - vinna með heimildir - að skrifa einfalda fræðilega texta - að lýsa aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarrás í stórum dráttum - að skýra helstu viðburði Íslandssögunnar - að gera greinarmun á staðreynd og túlkun - að geta beitt gagnrýnni hugsun - að draga sjálfur ályktanir - að flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt - færa rök fyrir niðurstöðum - gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum - geta rakið þróunarferli einhvers þjóðfélagsþáttar s.s. hugmyndar, atvinnuvegar, menningarsvæðis - tengja atburði Íslandssögunnar við okkar tíma - geta sýnt kunnáttu sína í ljósu og samfelldu máli - geta lagt mat á gildi heimilda með því að beita gagnrýnni hugsun
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá