Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536071995.2

    Menningarsaga - brot úr menningarsögu heimsins
    SAGA3MS05
    32
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður skoðuð menningararfleifð þeirra fornþjóða í Evrópu sem hafa mótað vestræna menning. Nemendur kynnast mikilvægum áföngum í sögu þessara þjóða og menninga sem hafa mótað skilning okkar á heiminum og túlkun á þeim veruleika. Skoðuð verður menning, listir, bókmenntir og menntun bæði í fornöld sem og á miðöldum. Horft verður til lifnaðarhátta almennings og yfirstéttar á þessu tímabili. Munu nemendur tengja ýmsar hugmyndir, stef og stefnur námsefnisins við nútímann og spegla sig í gjörðum og hugmyndum fólks á öðrum tíma. Unnið verður með heimildarýni, bera saman mismunandi menningar og hefðir, beita gagnrýnni hugsun við rannsókn á mismunandi viðfangsefnum. Nemendur munu kynnast heimi ævisagna, goðsagna og fleiri gerðum bókmennta.
    5 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu þáttum sem mótað hafa vestræna menningu frá tímum Grikkja og fram yfir miðaldir
      - orsökum þeirra og áhrifum á framvindun mála
      - hvernig hinir ýmsu þættir mótuðu hugsun og hugmynda heim þess tíma og jafnvel nútímans
      - heimildaöflun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - að færa rök fyrir máli sínu
      - vinna með heimildir
      - að skrifa fræðilega texta - að kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á ítarlegri heimildaöflun
      - að geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í stórum dráttum
      - að greina hvernig atburðir og samfélagsgerð hefur áhrif á þróun menningar
      - að skýra helstu viðburði viðfangsefnisins
      - að gera greinarmun á staðreynd og túlkun
      - að draga sjálfur ályktanir og taki afstöðu til mála
      - að flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
      - að greina hvernig hugmyndir verða til og þróast
      - að nota gagnrýna hugsun til að skora á viðteknar hugmyndir á öðrum tímum sem og okkar tímum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
      - færa rök fyrir niðurstöðum
      - gera sér grein fyrir orsakir og afleiðingar
      - geta tileinkað sér hugtök, hugmyndir og orðræðu umrædds tímabils
      - geta lagt mat á menningarverðmæti í nútímanum
      - geta tengt atburði menningasögunnar við okkar tíma
      - rökræða söguleg deilumál og þekki mismunandi sjónarmið
      - geta sýnt kunnáttu sína í ljósu og samfelldu máli
      - geta verið læs á fornan menningararf Evrópu
      - vinna sjálfstætt og setja fram sögulega greiningu á hugmyndum og atburðum þessa tímabils
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.