Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536072082.67

    Saga 20.aldar – stríð, byltingar og stjórnmál
    SAGA3SS05
    33
    saga
    stríðssaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um átök þjóða, þjóðfélagshópa og hugmyndastefna frá síðasta fjórðungi 19. aldarinnar fram yfir síðari heimsstyrjöld. Farið verður nánar í orsakir og afleiðingar þeirra atburða sem mótuðu samfélag okkar í dag. Unnið verður bæði með yfirlitssögu sem og einsögu nálgun við umfjöllun um þetta tímabil. Fjölbreytt verkefni verða unnin og lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
    5 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu þáttum/viðburðum í heimssögunni undir lok 19. aldar og fram á 20. öld
      - orsökum þeirra og áhrifum á framvindu mála
      - hvernig þessir atburðir eru lykill að stöðu heimsmála í dag - heimildaöflun
      - mikilvægi gagnrýnnar hugsunar í umfjöllun um söguna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - færa rök fyrir máli sínu
      - vinna með heimildir
      - skrifa fræðilega texta
      - meta gildi og áreiðanleika heimilda
      - lýsa aðstæðum á tilteknum tíma og rekja atburðarás í stórum dráttum
      - skýra helstu viðburði tímabilsins
      - gera greinarmun á staðreynd og túlkun
      - draga sjálfur ályktanir
      - að flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
      - færa rök fyrir niðurstöðum
      - gera sér grein fyrir orsök og afleiðingum
      - rekja þróunarferli einhvers þjóðfélagsþáttar s.s. hugmyndar, atvinnuvegar, menningarsvæðis
      - tengja atburði heimssögunnar við okkar tíma
      - rökræða söguleg deilumál og þekki mismunandi sjónarmið
      - sýna kunnáttu sína í ljósu og samfelldu máli
      - vinna sjálfstætt og setja fram sögulega greiningu á hugmyndum og atburðum þessa tímabils
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.