Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536244929.17

    Íþróttasaga og íþróttasálfræði
    ÍÞRF2SS05
    15
    íþróttafræði
    Saga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögu íþrótta og einnig sálfræði íþrótta.
    Farið er yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu frá landnámi til okkar tíma. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu s.s. Ólympíuleika til forna og nútíma Ólympíuleika. Komið er inn á áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun, ásamt tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, s.s. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu hérlendis og hvernig við tengjumst heimssamtökunum.
    Jafnframt er fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á afreksgetu íþróttamanna. Fjallað er um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi.
    Nemendur þjálfast í aðferðum til að auka sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur.
    Fjallað er um muninn á einstaklings- og hópíþróttum og farið í áhrif félagslegra þátta á íþróttamanninn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - sögu íþrótta í heiminum til forna, allt frá grikkjum
      - sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
      - helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
      - skipulagi og uppbyggingu UMFÍ og ÍSÍ
      - aðferðum til að stilla spennustig íþróttamanna
      - mikilvægi hvatningar í íþróttum
      - einföldum aðferðum við einbeitingar- og hugarþjálfun
      - mikilvægi þess að efla sjálfsmynd og sjálfstraust íþróttamanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú
      - skilja gildi íþrótta sem söluvöru
      - meta áhrifamátt og tengsl fjölmiðla og fjármagns við íþróttir
      - vinna markvisst með sjálfsmynd og sjálfstraust íþróttamanna
      - nota hugarþjálfum af ýmsu tagi til að minnka spennustig íþróttamanna
      - skipuleggja keppnislíkar æfingar til að venja íþróttamenn við keppnisaðstæður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - tekið þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi
      - minnkað eða aukið spennustig íþróttamanna í æfingu og í leik
      - hvatt iðkendur til dáða og fengið þá til að leggja sig fram í leik og starfi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá