Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í badmintoni. Lögð er áhersla á kennslu í grunntækni og leikfræði fyrir byrjendur. Farið er yfir reglur í greininni. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallar færni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og æfingar kenndar sem þjálfa grunnatriðin í badmintoni. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur æfa sig að kenna hvort öðru badminton.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- badmintoni - helstu badmintonreglum - ýmsum æfingum sem henta í þjálfun barna í badmintoni - almennu gripi og bakhandargripi - forhönd og bakhönd
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- kenna leikfræði badmintons - kenna smass, laumu, netspil háhögg og uppgjafir - sýna grunnfærni í badmintoni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- kennt ýmis högg og slög í badmintoni - kennt börnum og byrjendum leikfræði badmintons - sýnt grunnfærni í badmintoni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá