Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum á aldrinum 6-12 ára undirstöðuatriði í sundi. Nemendur auki færni sína í sundi og öðlist betri skilning á sundtækni. Farið er yfir öryggisreglur á sundstöðum. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna, sundtækni og helstu kennsluaðferðir. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Nemendur æfa sig að kenna hvort öðru sund og útbúa tímaseðla.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- öryggisreglum á sundstöðum - sundtækni og þjálfunaraðferðium - ýmsum aðferðum sem henta við kennslu og kennslufræði - helstu þjálfunaraðferðum í sundi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sýna grunn færni í sundi - kenna sundtækni - hafa umsjón með hóp í sundlaug og gætt öryggis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- kennt sundtækni - haft umsjón með hóp í sundlaug og gætt öryggis - kennt með ýmsum þjálfunaraðferðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá