Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536320202.55

    Íþróttagrein - útivist
    ÍÞRG3ÚT03
    16
    íþróttagrein
    útivist
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í þessum áfanga er viðfangsefnið útivist og ferðamennska. Það er ítarlega farið yfir hvaða útbúnað þarf í lengri og styttri ferðir og að hverju þarf að huga þegar ferð er skipulögð. Farið er í hvernig við notum áttavita, rötun eftir korti og nýtum okkur GPS. Fjallað er um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. Nemendur skipuleggja gönguferð og einnig verður farið í nokkrar styttri ferðir þar sem markmiðið er að kynnast ólíkum möguleikum til útivistar. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.
    ÍÞRF2ÞJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - klæðnaði og útbúnaði sem hentar til útivistar í íslensku veðri
      - hvað þarf að hafa í huga við skipulagningu gönguferða
      - öryggisatriðum í sambandi við gönguferðir og útivist
      - mismunandi möguleikum til útivistar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - glíma við útiveru í mismunandi veðuraðstæðum
      - útbúa sig fyrir útiveru að ýmsu tagi
      - skipuleggja gönguferð í hóp
      - vinna saman í hópi, vera hvetjandi og sýna tillitsemi með öðrum göngufélögum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - notað gönguferðir og útivist sér til ánægju og heilsubótar
      - undirbúið gönguferðir á fjöll og um óbyggðir
      Leiðbeint fólki varðandi útbúnað sem hentar til útivistar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá