Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536683381.54

    Saga heims og Íslands frá upplýsingu til loka kalda stríðsins 1991
    SAGA2YA05
    35
    saga
    Saga heimsins og Íslands
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er sögunni fylgt í tímaröð frá upplýsingaöld til dagsins í dag. Aðaláhersla verður á Evrópu- og Íslandssögu þótt vísað verði til annarra heimsálfa þar sem tækifæri gefast. Í Íslandssögunni verður lögð áhersla á breytingar frá bændasamfélagi til nútímasamfélags, frá sjálfsþurftarbúskap til iðnvæðingar. Einnig verður litið til áhrifa erlendra atburða, skoðana og viðhorfa hér á landi.
    Skoðaðir verða þeir atburðir sem hafa mótað lífskjör, aðstæður og hugmyndaheim á Íslandi sem og annars staðar á vesturlöndum. Lögð verður áhersla á að rekja sögu samfélagsþróunnar með það að markmiði að skilja aðstæður nútímans. Helstu þemu verða t.d. stjórnmál, iðnvæðing og tækninýjungar, átök þjóða og þjóðfélagshópa og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Unnið verður með einsögu nálgun á söguna til þess að skilja aðstæður fólks á tilteknu tímabili.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu þáttum í sögu heimsins og Íslands frá 1800-1991
      - orsökum þeirra og áhrifum á framvindun mála
      - heimildaöflun
      - að kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á heimildaöflun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - að færa rök fyrir máli sínu
      - heimildavinnu
      - að skrifa einfalda fræðilegan texta
      - að geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í stórum dráttum
      - að skýra helstu viðburði tímabilsins
      - að gera greinarmun á staðreynd og túlkun
      - að draga sjálfur ályktanir
      - að flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
      - að læra um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
      - færa rök fyrir niðurstöðum
      - gera sér grein fyrir orsök og afleiðingu
      - geta rakið þróunarferli ákveðina þjóðfélagsþáttar s.s. hugmyndar, atvinnuvegar, menningu
      - tengja atburði heimssögunnar við okkar tíma
      - geta lagt mat á gildi heimilda með því að beita gagnrýnni hugsun
      - geta sýnt kunnáttu sína í ljósu og samfelldu máli
      - geta skilið aðstæður fólks á öðrum tíma og borið saman við nútímann
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámsskrá.