Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1536770573.31

    Heimssaga - fornöld og miðaldir
    SAGA3FM05
    35
    saga
    fornöld, miðöld
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um heimssöguna frá landbúnaðarbyltingunni til loka miðalda. Fjallað verður um sögu fornþjóða frá Súmerum til Rómverja sem og hvernig menning, samfélagsstofnanir og helstu atburðir á miðöldum mótuð Evrópu. Unnið verður í verkefnavinnu til að skilja og greina helstu atburði í sögu þessa tímabils og mikilvægi þeirra. Lagt verður mat á áhrif fyrrgreindra þátta og verður skorað á viðteknar hugmyndir þess tíma sem og okkar með því að beita gagnrýnni hugsun. Unnið verður með heimildir sem og skapandi verkefni sem ætlað er að dýpka skilning nemenda á viðfangsefninu.
    5 einingar á 3. þrepi í sögu
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu þáttum/viðburðum heimssögunnar á fornöld og miðöldum
      - orsökum þeirra og áhrifum á framvindun mála
      - heimildaöflun
      - mikilvægi einstakra atburða og tengsl við samtíma þess og nútímann
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - færa rök fyrir máli sínu
      - vinna með heimildir
      - skrifa fræðilega texta
      - geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í stórum dráttum
      - kynna ákveðið viðfangsefni sem byggir á ítarlegri heimildaöflun
      - skýra helstu viðburði tímabilsins
      - gera greinarmun á staðreynd og túlkun
      - draga sjálfur ályktanir
      - geta beitt gagnrýnni hugsun við rannsókn á mismunandi viðfangsefni
      - flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
      - færa rök fyrir niðurstöðum
      - gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámsskrá