Í áfanganum er farið í helstu hugtök innan leikhúsfræðanna. Nemendur kynnast grunnverkfærum (body and mind) leikarans við túlkun og áhersla er lögð á mikilvægi ímyndunaraflsins við persónusköpun. Nemendur gera æfingar er tengjast vinnu leikarans með ímyndundaraflið til að leysa hin ýmsu verkefni. Þeir rannsaka hvað þarf til að gera orð á blaði leikbær ásamt því hvernig unnið er með textagreiningu (prosework).
Nemendur fá tækifæri til að takast sjálfir á við verkefnin með beinni þátttöku sem og að fylgjast með samnemendum kljást við verkefnin.
Nemendur undirbúa verklegar æfingar, sjálfstætt eða með öðrum, sem flutt eru í tímum.
Töfrar leikhússins. Farið verður í heimsókn í leikhúsin og fá nemendur að kynnast ólíkum störfum innan þess. Einnig verður haldin samlestur í tíma, á verki sem sýnt er í leikhúsinu það leikárið, þar sem nemendur fá að spreyta sig og að samlestri loknum verður farin hópferð í leikhús á þá sýningu. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og þátttöku í kennslustundum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum leikhúsfræðanna
ólíkum nálgunum á listformið
ákveðnum þáttum við textagreiningu
möguleikum leiklistar
mikilvægi hlustunar við sköpun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
takast á við fyrstu skref leikarans við persónusköpun
skapa leikbærar kringumstæður
nota hugtök leikhúsfræðanna við réttar aðstæður
koma nokkurn veginn óheftur fram fyrir öðrum
tjá sig um leikhús og leikverk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um leiklist
setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum í tengslum við leikhús og nota til þess viðeigandi hugtök
beita gagnrýnni hugsun á listformið
gera sér grein fyrir tilgangi og mikilvægi leiklistar
nýta leiklist í eigin framkomu
efla eigin sjálfsmynd og trú á eigin getu
virkja ímyndunarafl og efla skapandi hugsun
Byggir á ástundun, virkni og framförum nemenda í tímum sem og verkefnum sem unnin eru yfir önnina.