Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537177745.39

    Kvikmyndataka I
    KVTA1KT04(AR)
    1
    Kvikmyndataka - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AR
    Fjallað er um kvikmyndatöku frá ýmsum sjónarhornum auk þess sem farið er í aðra tengda hluti s.s. umhverfi og lýsingu. Skoðaðar eru kvikmyndatökuvélar, gerð þeirra og uppbygging. Fræði er varða ljóshita, ljósmælingar, ljós og lampabúnað ásamt öðru sem snýr að lýsingu eru skoðuð. Nemendur munu gera verklegar æfingar með vélar í stúdíói til að tryggja að þeir öðlist færni í að nota og aðlaga vélarnar að þeim verkefnum sem þeir vinna að hverju sinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tökuvélum og hvernig þær virka.
    • linsum og eiginleikum þeirra.
    • ljósabúnaði og öruggri notkun hans.
    • grunnþekkingu á þeim tækjabúnaði sem notaður er í kvikmyndagerð.
    • almennri þekkingu á hugtökum á erlendum tungumálum sem eru ríkjandi innan greinarinnar.
    • þekkingu á mikilvægi góðrar heilsu, réttrar líkamsbeitingar, mikilvægi öryggismála og vellíðan á vinnustað.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka upp kvikmyndir og annað efni.
    • nota einfaldar útgáfur af þeim tækjabúnaði sem notaður er í kvikmyndagerð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að gerð kvikmyndar.
    • beitir viðeigandi aðferðum við útfærslu verkþátta undir leiðsögn.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.