Farið er í helstu þætti eftirvinnslunnar/klippingar. Lögð er áhersla á hvernig efni er tekið inn í tölvu, flokkað og merkt. Farið er í mismunandi hljóð- og myndskrár. Farið er í grunnþætti klippivinnunnar og tæknileg atriði við klippingu kvikmyndar. Lögð er áhersla á helstu þætti í að setja saman efnið/söguna í klippiborðinu.
Farið yfir grunnatriði þess að vinna með titla og grafík í klippihugbúnaði.
Nokkur mismunandi klippiforrit kynnt. Farið er ítarlega yfir þjöppunarstaðla, áhrif þeirra og rétta notkun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu atriðum sem flest klippiforrit bjóða upp á svo sem myndbrellur ýmis konar, grafískar aðferðir og litaleiðréttingar.
grunnatriðum þess að vinna með grafík í eftirvinnslu.
öllum verkþáttum klippingar og kunni að klippa saman efni í klippiforriti.
fjölbreyttum faglegum orðaforða til að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær.
algengum þjöppunarstöðlum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja myndir og hljóðskrár inn í klippiforrit.
flokka og merkja efni.
birta verk sín á viðeigandi hátt.
velja og meta rétta þjöppunarstaðla við vinnu sína.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
klippa kvikmyndaverk.
vista efni fyrir mismunandi miðla.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.