Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537180115.65

    Hljóðvinnsla - kvikmyndatækni I
    KVHL1KT04(AR)
    1
    Hljóðvinnsla - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AR
    Nemendur læra hvernig beita skal hljóðupptökubúnaði við upptökur. Gerðir og staðsetning hljóðnema fyrir mismunandi aðstæður kynntar sem og hvernig ber að stilla upptökutæki rétt til að hámarka hljóðgæði upptöku. Farið er yfir hvernig hljóð berst um rými og hvernig má stýra því. Nemendur læra hvernig ber að merkja og flokka tökur til eftirvinnslu. Nemendur læra hvernig beita má einföldum klippingum, hljóðeffektum og mixaðferðum við eftirvinnslu til að skila af sér viðunandi niðurstöðu hvað sync og skýrleika varðar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli hljóðs og virkni hljóðnema.
    • mismunandi tengiaðferðum.
    • mismunandi flutningi á hljóði, stafrænt eða hliðrænt.
    • vinnuflæði hljóðs í kvikmyndum.
    • helstu stillingum upptökutækja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja hljóðnema miðað við aðstæður.
    • tengja kvikmyndatökuvél til upptöku.
    • tengja sértækan upptökubúnað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja hljóðnema miðað við aðstæður.
    • taka upp hljóð í ásættanlegum gæðum.
    • vinna hljóð og skila af sér.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.