Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537180471.66

    Kvikmyndagerð I
    KVGE1KT08(AR)
    1
    Kvikmyndagerð - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    8
    AR
    Farið er í helstu störf kvikmyndagerðar og lögð áhersla á marga og ólíka þætti innan kvikmyndageirans. Farið er í umhverfi og skilyrði í kvikmyndageiranum bæði hér heima og erlendis. Farið í skipulag á tökustað, hvernig mismunandi deildir vinna saman og hvernig tökur eru skipulagðar út frá handriti. Handrit verður brotið upp og rýnt. Farið er í notkun kvikmyndatökuvélarinnar og lýsingu á tökustað. Farið er í grundvallarþætti kvikmyndatöku, lýsingu, hljóðupptöku o.s.frv. og upptökur á kvikmyndatökuvélar, linsur og önnur tæknileg atriði varðandi tökuvélina. Einnig er farið í helstu þætti varðandi kvikmyndalýsingu og upptöku á hljóði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • yfirsýn yfir ferli kvikmyndagerðar - frá hugmynd að endanlegu kvikmyndaverki.
    • almennri þekkingu á ólíkum faggildum (fagsviðum) og störfum innan kvikmyndagerðar.
    • grunnskilningi á mikilvægi þess að viðhalda sjálfbærum vinnubrögðum, siðgæði, virða mannréttindi og jafnrétti.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja tökur og útbúa tökuplan.
    • nýta almennt verklag og skapandi aðferðir í kvikmyndagerð.
    • taka þátt í skipulagningu verkferla undir leiðsögn.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka upp hljóð og mynd eftir leiðsögn.
    • sýnir nokkurt sjálfstæði við útfærslu verkefna undir leiðsögn.
    • getur unnið í hópi með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi.
    • getur tjáð sig á einfaldan hátt á ensku.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.