Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537181635.7

    Ljósmyndun
    KVLJ1KT04(AR)
    1
    Ljósmyndun - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AR
    Nemendur fá leiðsögn um ljósmyndun, uppbyggingu myndaramma og samspil ljóss og skugga. Tekið er á flestum atriðum er snerta þessa þætti og gerðar æfingar í myndatöku við mismunandi skilyrði. Nemendur læra um ljósop, fókusdýpt, zoom, ljósnæmni og linsur. Nemendur vinni með ljósmyndaforrit eins og Adobe Lightroom.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mynduppbyggingu.
    • eðli ljóss og skugga.
    • lokarahraða, ljósop og fókusdýpt.
    • ljósnæmi.
    • bjögun í linsum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka ljósmyndir við mismunandi skilyrði.
    • velja skráarstaðal við hæfi.
    • vinna ljósmyndir í tölvuformi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • spila með ljós og skugga við ljósmyndun.
    • byggja upp myndaramma.
    • beita fókusdýpt á markvissan hátt.
    • litgreina og eftirvinna ljósmyndir.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.