Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537182119.06

    Kvikmyndataka II
    KVTA2KT04(BR)
    1
    Kvikmyndataka - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    BR
    Í áfanganum er farið dýpra í efnisatriðin úr áfanganum Kvikmyndataka 1. Farið er nánar í kameruhreyfingar og mismunandi aðferðir við að hreyfa myndavélina, s.s. á teinum, með “dolly”, grip, steadycam (fjaðurstoð), á ferð og flugi. Nýjasta tækni í fjarstýrðum vélum verður skoðuð og hvaða áhrif ör þróun á tækjabúnaði hefur haft á kvikmyndatökur. Á námskeiðinu verður einnig farið frekar í tengda þætti, s.s. filtera, ljósfræði og linsufræði og mismunandi búnaður af þessu tagi skoðaður.
    Undanfari: KVTA1KT04A
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • 5 punkta lýsingu.
    • ljóshita og lit í mynd.
    • mismunandi tegundum og eiginleikum kvikmyndatökuvéla.
    • linsum og eiginleikum þeirra.
    • notkun ljósabúnaðar við mismunandi aðstæður.
    • búnaði við að ná hefðbundnum og óhefðbundnum skotum.
    • green screen.
    • skipulagi og hlutverki starfsmanna kvikmyndatökudeilda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta þekkingu við kvikmyndatöku.
    • finna leiðir til að leysa mismunandi verkefni við kvikmyndatöku.
    • greina kvikmyndahandrit upp í skotlista.
    • beita hreyfingu myndavéla með ýmsu móti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að gerð kvikmynda þar sem hreyfitækni er nýtt.
    • beita linsum og filterum til að ná fram áhrifum.
    • vinna á umhverfisvænann hátt.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.