Farið er dýpra í helstu þætti eftirvinnslu og klippingar. Nemendum kynnt helstu klippi- og eftirvinnsluforrit. Áhersla er lögð notkn Green Screen Chroma Key. Lögð er áhersla á dramatíska framvindu í klippingunni með áherslu á leikið efni og endanlega útfærslu á efninu (sögunni). Farið er nánar í myndskrár og hvernig nota á myndbrellur og litaleiðréttingu. Farið er í lokavinnslu myndarinnar, gerð titla og aðra grafíska vinnu. Farið er í útkeyrslu kvikmyndar og gerð á sýningareintaki. Nemendur geri stuttmyndir og gagnrýni verk hvors annars.
Undanfari: KVMY1KT04A
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu atriðum sem flest klippiforrit bjóða upp á svo sem myndbrellur ýmiskonar, grafískar aðferðir og litaleiðréttingar.
notkun og möguleikar Green Screen.
grunnatriðum þess að vinna með grafík í eftirvinnslu.
öllum verkþáttum klippingar og kunni að klippa saman efni í klippiforriti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
klippa myndefni.
„búa til sögu“ í klippiborðinu.
vinna með leikstjóra við klippingu.
klippa saman leikið efni og ná fram tilætluðum áhrifum á áhorfandann/stemningu með samspili myndar og hljóðs.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
klippa kvikmynd, litgreina og nota áhrifatækni.
koma sýningareintaki af kvikmynd til dreifingar.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.