Framhald af áfanganum Kvikmyndagerð 1. Farið er í handritalæsi og mismunandi form á kvikmyndagerð. Skoðaðir eru mögulegir miðlar efnisins og hvert er líklegt að sú þróun haldi og skoðuð eru mismunandi efni sem þarf að miðla. Farið er í helstu tegundir sjónvarpsefnis og kvikmynda, stuttmyndir, heimildamyndir og bíómyndir og ólíkar aðferðir við handritaskrif. Farið er í eðlisþætti kvikmyndahandrita. Lögð verður áherslu á öryggisatriði á kvikmynda- og sjónvarpssetti.
Nemendur vinna að eigin „gæluefni” sem þeir setja fram í netmiðli í lok annar.
Áhersla er lögð á eðli myndrænna frásagna. Handrit verða krufin og rýnt í kvikmyndir út frá handritum og nemendur endurgera kvikmynd út frá handriti. Í gegnum samstarfsverkefni með leiklistardeild LHÍ verður farið í tækniatriði eins og atriðaskiptingu, uppbyggingu atriða og samtala þegar tekin verður upp leikin mynd.
Undanfari: KVGE1KT08A
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnþáttum í uppbyggingu og framvindu handrita.
mikilvægi þess að huga stöðugt að öryggismálum á setti.
skilji mikilvægi starfa búningahönnuða, gervahönnuða og skrifta.
þriggja þátta uppbyggingunni: Kynning, flækja og lausn.
því hvernig saga hreyfir við tilfinningum áhorfanda.
tækjabúnaði og áhrifum tækniþróunar og nýrra miðla á greinina.
áhrifum menningarmismunar, mannréttinda og jafnrétti í faglegum samskiptum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
færa hugmynd/sögu yfir í myndræna frásögn og handrit.
nýta tækni, verklag og skapandi aðferðir í grunnþáttum kvikmyndagerðar.
skipuleggja almenna verkferla.
beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkþátta í gerð kvikmyndaverka.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipta handriti niður í atriði og kunni skil á uppbyggingu samtala.
taka upp stuttmynd eftir tilbúnu handriti.
útfæra hugmyndir undir leiðsögn en með eigin frumkvæði og listræna sýn.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar í starfsþjálfun.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.