Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537189449.66

    Kvikmyndaframleiðsla
    KVFA1KT05(AR)
    1
    Kvikmyndaframleiðsla - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AR
    Í þessum áfanga er farið í grunninn að því sem snýr að framleiðslu. Hlutverk framleiðandans er kynnt og starf hans gróflega skoðað frá hugmynd að frumsýningu. Einnig er farið vel í störf innan framleiðsluteymis sem og störf og starfsvið annarra deilda í kvikmyndagerð. Undirstöðuatriði í skipulagi og kostnaðaráætlun kennd. Markvisst er farið í vinnuferlið við að koma handriti upp á hvíta tjaldið. Hvernig gæðum við orðin lífi. Farið er í skipulags- og sköpunarferlið, hvernig sagan er sögð með myndum, ákveðið hvernig hún verður tekin. Handritið teiknað, „floorplön“, „storyboard“. Vinna með leikurum. Farið er í uppbrot á handritum og gerð tökuáætlunar. Farið er nánar í kvikmyndaframleiðslu og samspil allra þátta innan framleiðslunnar s.s. gerð kostnaðaráætlunar og fjármögnun út frá hverju lokaverkefni. Umsóknarferli í Kvikmyndasjóð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfi framleiðanda og stöðugilda innan kvikmyndageirans.
    • mikilvægu hlutverki allra starfa sem koma að kvikmyndagerð.
    • mikilvægi skipulags og undirbúnings í kvikmyndargerð.
    • gerð kostnaðaráætlunar.
    • kynningu og markaðssetningu kvikmynda.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til einfalt skipulag í kringum lítil verkefni.
    • skilja mikilvægi upplýsingagjafar og tileinki sér hana.
    • stilla upp einfaldri kostnaðaráætlun fyrir lítil verkefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa yfirsýn yfir og manna verkefni.
    • sinna lægstu einföldu störfum innan framleiðsludeildar.
    • hafa skilning á skipulagi kvikmyndar og hæfni til að framfylgja því.
    • gera kostnaðaráætlun fyrir kvikmynd.
    • útbúa umsókn fyrir eigið handrit í kvikmyndasjóð og aðra sjóði.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.