Áfanginn miðast við að gefa nemendum innsýn inn í notkun rafmagns, rafkerfa og rafbúnaðar í kvikmyndagerð. Hlutverk fagaðila og verkefnaskipting starfsmanna á tökustað. Skoðaðar eru aflkröfur búnaðar og hvernig nálgast má það afl sem þörf er á hvort sem um rafkerfi er að ræða eða sjálfstæða rafstöð. Öryggismál eru tekin fyrir og stöðluð vinnubrögð kynnt til að tryggja öryggi allra á tökustað. Rafmagnstöflur eru skoðaðar, rafliðar og lekaliðar og hlutverk þessa búnaðar. Reiknað er hver aflþörf búnaðar er og hvernig á helst að nálgast það afl sem þörf er á hverju sinni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögmáli Ohms, Kirkoffs og Watts.
spennu, straum og viðnámi.
snúrum og tengimátum.
öryggjum, útsláttaröryggjum, lekaliðum.
straumtöku tækja miðað við uppgefið afl.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mæla og reikna RMS gildi og „Upp“ gildi (Volt-toppgildi).
greina aflþörf mismunandi búnaðar.
tengja og setja upp kvikmyndatökubúnað með hámarksöryggi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stilla upp setti með tækjum og búnað sem tryggir öllum búnaði afl eftir þörfum.
velja greinar rafkerfis og deila álagi milli greina og fasa.
meta þörf á notkun rafafls.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.