Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537190145.56

    Kvikmyndataka III
    KVTA3KT04(CR)
    2
    Kvikmyndataka - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    CR
    Í áfanganum er lögð áhersla á heimildar og fræðslumyndir. Nemendur læra að velja rétta búnaðinn fyrir slíka kvikmyndatöku. Nemendur læra að vinna með staðarlýsingu án hjálparlýsingar innandyra sem utan. Æfingar eru gerðar með handhelda myndatökuvél, hreyfingar og aðra vinnslu. Skoðaðar eru ýmsar uppstillingar myndavéla og hljóðnema gagnvart þul í mynd og viðtölum. Nemendur vinna verkefni sem æfa þessa þætti og miða að því að gera nemandann eins sjálfbjarga og kostur er við erfiðar aðstæður.
    Undanfari: KVTA2KT04B
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kvikmyndatöku við erfiðar aðstæður.
    • lýsingu og nýtingu þess ljóss sem er til staðar.
    • uppstillingu myndavéla gagnvart þul og viðtölum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka upp fræðslu og heimildarefni við ýmsar aðstæður.
    • beita handheldri myndavél.
    • beita tveimur myndavélum á tökustað.
    • stilla upp fyrir viðtöl og þul í mynd.
    • lýsa heimildarmyndatöku í stúdíói.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja tökur og gerð heimilda og fræðslumynda.
    • beita allt að tveimur myndavélum við upptöku.
    • ná góðum myndum með mjúkum hreyfingum, pan, tilt eða zoom.
    • stilla upp á tökustað fyrir þul og viðtöl.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.