Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537190402.18

    Myndvinnsla III
    KVMV3KT04(CR)
    1
    Myndvinnsla - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    CR
    Farið er dýpra í helstu þætti eftirvinnslu og klippingar með áherslu á heimildarmyndir og fréttamyndir. Nemendur þurfa að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa greinagóða hugmynd um hverju á að ná fram í heimildarmynd með stuðningi handrits. Hafa góða sýn á hvernig frétt er gerð skýr með góðri myndvinnslu. Leiðir til að stytta mynd án þess að missa efnisþráðinn eru prófaðar og æfðar.
    Undanfari: KVMY2KT08B
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og framsetningu heimildamynda.
    • kröfum til frétta og fræðslumynda um uppbyggingu og framsetningu.
    • notkun áhrifamynda sem eiga við.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • klippa myndefni.
    • byggja upp klippilista sem miðar við að fræða um tiltekið efni.
    • búa til línulegt ferli í klippingu sem innleiðir skilning á viðfangsefninu.
    • klippa saman og ná fram fræðslu í myndskeiði án málalenginga.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • klippa kvikmynd, litgreina og nota áhrifatækni.
    • setja upp handrit og klippilista fyrir heimildar og fræðslumyndir.
    • setja saman fræðslumynd með markvissa nálgun á efni.
    • greina mynd tímalega og meta efni til styttingar.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.