Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537190648.12

    Hljóðvinnsla - kvikmyndatækni III
    KVHL3KT04(CR)
    2
    Hljóðvinnsla - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    CR
    Eftirvinnsla kvikmynda er skoðuð með tilliti til hljóðvinnslu. Farið yfir skipulag og undirbúning hljóðvinnslu og eftirvinnslu hljóðs fyrir mynd. Farið yfir staðla sem snúa að hljóði fyrir kvikmyndir. Aðferðir við betrun hljóðs eru skoðaðar eins og ADR og Foley.
    Undanfari: KVHL2KT04B
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • möguleikum eftirvinnslu hljóðs.
    • stöðlum sem snúa að hljóði.
    • Foley effectagerð.
    • helstu stafrænu stöðlum sem notaðir eru.
    • helstu forritum til hljóðvinnslu.
    • gæðum hljóðvinnslu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Betrun hljóðs eins og Foley og ADR.
    • beita hljóðvinnslubúnaði til að bæta hljóð og tóngæði.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ganga frá hljóðhluta kvikmynda í háum gæðum.
    • skila hljóðmynd á viðunandi formi með tilliti til staðla og hljómgæða.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.