Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537190857.85

    Kvikmyndagerð III
    KVGE3KT06(CR)
    1
    Kvikmyndagerð - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    CR
    Framhald af áfanganum Kvikmyndagerð II. Nemendur fá handrit í hendur sem þeir brjóta upp í skotlista og skoða leiðir til að ná góðri framsetningu á stuttmynd. Skoðaðar eru möguleikar í stúdíói til lýsingar, kvikmyndatöku og vinnslu til að segja sögu handrits á sem skýrastan hátt. Nemendur skipuleggja kvikmyndatöku, hljóðupptöku og lýsingu ásamt allri myndatökuvinnu. Síðan er farið með efnið í klippiherbergið og það unnið þar til komið er fullbúið verk með litgreiningu, hljóði og effectum eins og handrit krefst.
    Undanfari: KVGE2KT08B
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því að segja sögu með myndum.
    • grunnþáttum í uppbyggingu og framvindu handrita.
    • þriggja þátta uppbyggingunni: Kynning, flækja og lausn.
    • hvernig handrit er brotið upp í skotlista.
    • áhrifum menningarmismunar, mannréttinda og jafnréttis í faglegum samskiptum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa hugmynd/sögu yfir í myndræna frásögn og handrit.
    • nýta tækni, verklag og skapandi aðferðir í grunnþáttum kvikmyndagerðar.
    • skipuleggja almenna verkferla.
    • beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkþátta í gerð kvikmyndaverka.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipta handriti niður í atriði og skrifa atriðalýsingar og kunna skil á uppbyggingu samtala.
    • kynna hugmynd í hnitmiðuðu, munnlegu, stuttu máli.
    • beita innsæi og tilfinningum við útfærslu hugmynda undir leiðsögn.
    • geta tekið þátt í samvinnu með sameiginleg markmið hópsins að leiðarljósi.
    • tileinka sér virðingu gagnvart viðfangsefninu og samstarfsfólki.
    • nýta almenna þekkingu, leikni og verkkunnáttu sem þeir hafa aflað sér.
    • skipuleggja eigin störf og forgangsraða verkefnum.
    • taka að sér ákveðna verkþætti í hópstarfi.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar í starfsþjálfun. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.