Í þessum áfanga er lögð höfuðáhersla á niðurbroti handrits, gerð skotlista og tökuáætlunar. Grunnþættir í tökustaðaleit og leikaravali einnig skoðað. Nemendur fá mikla innsýn inn í starf aðstoðarleikstjóra og sjá hvernig leikstjóri og fyrsti aðstoðarleikstjóri skipta með sér verkum á tökustað, ásamt því fá þau að kynnast starfi annars aðstoðarleikstjóra.
Undanfari: KVFA1KT05A
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
niðurbroti handrits og því sem fylgir.
aðferðum við að búa til skotlista og tökuáætlun.
þekkingu sem þarf þegar leita á að tökustöðum.
ferlinu við að leita að leikurum.
stöðugildum innan framleiðsludeildar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
brjóta niður handrit í forriti eins og t.d. „Movie Magic“.
búa til skotlista og tökuáætlun.
leita að tökustöðum.
gera einfaldar leikaraprufur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sinna stöðu 3. aðstoðarleikstjóra.
skipuleggja fyrir sjálfa sig og aðra sem koma að framleiðsluferli kvikmyndar.
brjóta niður handrit og búa til tökuáætlun.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.