Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537191184.43

    Kvikmyndaframleiðsla II
    KVFA2KT03(BR)
    1
    Kvikmyndaframleiðsla - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    BR
    Í þessum áfanga er lögð höfuðáhersla á niðurbroti handrits, gerð skotlista og tökuáætlunar. Grunnþættir í tökustaðaleit og leikaravali einnig skoðað. Nemendur fá mikla innsýn inn í starf aðstoðarleikstjóra og sjá hvernig leikstjóri og fyrsti aðstoðarleikstjóri skipta með sér verkum á tökustað, ásamt því fá þau að kynnast starfi annars aðstoðarleikstjóra.
    Undanfari: KVFA1KT05A
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • niðurbroti handrits og því sem fylgir.
    • aðferðum við að búa til skotlista og tökuáætlun.
    • þekkingu sem þarf þegar leita á að tökustöðum.
    • ferlinu við að leita að leikurum.
    • stöðugildum innan framleiðsludeildar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • brjóta niður handrit í forriti eins og t.d. „Movie Magic“.
    • búa til skotlista og tökuáætlun.
    • leita að tökustöðum.
    • gera einfaldar leikaraprufur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna stöðu 3. aðstoðarleikstjóra.
    • skipuleggja fyrir sjálfa sig og aðra sem koma að framleiðsluferli kvikmyndar.
    • brjóta niður handrit og búa til tökuáætlun.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.