Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537191530.36

    Starfskynning - kvikmyndatækni
    KVST2KT06(AR)
    1
    Starfskynning - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    AR
    Nemendur komi að störfum tæknifólks á vinnustað. Nemendur kynnist öryggismálum og tileinki sér þau. Nemendur aðstoða eða grípa í störf tæknifólks og kynnist þannig vinnumenningu og starfsháttum. Nemendur tileinki sér jákvæðni í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart verkefnum sem tekist er á við. Nemendur kynnist þeim tækjum og búnaði sem notaður er.
    Undanfari: 2. önn í kvikmyndatækni
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggismálum á tökustað.
    • helsta búnaði sem notaður er.
    • hlutverkum starfmanna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita öryggisreglum eins og við á.
    • aðstoða við tæknistörf á tökustað.
    • aðstoða við tæknistörf við eftirvinnslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með sérfræðingum í kvikmyndatækni.
    • skilja og virða fyrirmæli stjórnenda.
    • framkvæma og vinna á tökustað eða í eftirvinnslu skv. fyrirmælum.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.