Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537191911.77

    Kvikmyndataka IV
    KVTA3KT04(DR)
    1
    Kvikmyndataka - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    DR
    Áfanginn er hluti af stóru lokaverkefni þar sem nemendur takast á við gerð stuttmyndar. Nemendur rýna handrit, gera skotlista og áætlun um framgang kvikmyndatöku á tökustað hvort sem er úti eða í stúdíó. Nemendur kafa dýpra í notkun kvikmyndatökuvélarinnar og hreyfingar hennar til að fá fram áhrif og skila tjáningu. Mikilvægt að nemendur tileinki sér fagleg vinnubrögð og skoði vel alla þætti eins og lýsingu, áferð, liti og myndform.
    Undanfari: KVTA3KT04CR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • heildaráferð kvikmyndar með áherslu á kvikmyndatöku.
    • möguleikum linsa, filtera og ljósa.
    • ljósnæmi og ljóssvið myndatökuvéla.
    • virkni og notkun lokara (shutter speed).
    • hlutverki myndatökumanns við kvikmyndagerð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kvikmynda heimildamyndir eða leiknar myndir.
    • hlutverki myndatökumanns við kvikmyndagerð.
    • lýsa tökustað fyrir kvikmyndatöku.
    • nota búnað til að hreyfa kvikmyndatökuvélar (dolly, pan, tilt).
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja tökur og gerð kvikmynda.
    • lýsa og kvikmynda tökustað.
    • ákvarða beitingu og notkun hreyfitækja eins og krana eða dolly.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.