Nemendur vinna lokaverkefni sem þegar hefur verið skotið á kvikmyndatökuvél. Nemandinn skilar fullunnu verkefni og notar klippingu, áhrifamyndir, litgreiningu, Green Screen eða annað það sem þarf til að fá fram full áhrif í góðum gæðum.
Undanfari: KVMY3KT04CR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu og framsetningu kvikmynda.
tæknilegum möguleikum í eftirvinnslu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
klippa og ganga frá stuttmynd.
beita tækjum og búnaði með markvissum hætti.
skila mynd á stöðluðu formi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
klippa kvikmynd, litgreina og nota, áhrifatækni,eins og við á.
ganga frá kvikmynd til sýningar hvort sem um er að ræða í sal eða á netinu.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.