Nemendur taka upp hljóð í sínu lokaverkefni og vinna það út frá þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum. Nemendur fái innsýn inn í surround hljóð og læri að vinna með það í hljóðupptöku og eftirvinnslu. Nemendur hljóðsetja kvikmynd með öllum tiltækum aðferðum eins og við á og ganga frá því inn á kvikmyndina.
Undanfari: KVHL3KT04CR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum Surround sound.
hugrænum áhrifum hljóðs og tónlistar við mynd.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og stýra hljóðupptökum í setti.
vinna hljóð fyrir kvikmynd og nota Surround sound.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja hljóðupptöku í setti eða stúdíói.
eftirvinna hljóð með áhrifahljóðum og tæknilegum stýringum eins og limiter, compressor, ecco eða öðru því sem á við.
skila af sér fullbúnu hljóðverki við kvikmynd í Surround og háum gæðum.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.