Á þessari önn verður þeirra eigin lokaverkefni námsefnið. Nemendur fá handrit eða búa það til. Nemendur brjóta niður handritið sitt, gera kostnaðaráætlun, ráða leikara, manna tæknifólk (nýta samnemendur, allir hjálpast að í tökum), finna tökustaði og undirbúa sína mynd undir handleiðslu kennara. Nemendur fara í tökur á sínu verkefni, eftirvinna og frumsýna í lok annar. Nemendur hjálpa hvor öðrum þannig að þeir fá að sinna ýmsum störfum á önninni. Lokaverkefni þarf að vera 10-20 mín, leikin mynd eftir handriti. Í lokaverkefnu eiga nemendur að nýta alla þekkinguna sem þeir hafa aflað sér í náminu. Einnig verður nemendum kennt að gera ferilskrá og mikilvægi þess að markaðsetja sig réttan hátt.
Undanfari: KVFL2KT03AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
handriti, niðurbroti og gerð kvikmyndar frá hugmynd að fumsýningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sinna tæknistörfum og geti fundið sína sérhæfingu innan kvikmyndagerðar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna við kvikmyndagerð.
framleiða kvikmynd, frá hugmynd að frumsýningu.
Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum.
Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.