Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1537192765.05

    Kvikmyndafræði II
    KVFR2KT04(BR)
    1
    Kvikmyndafræði - TS
    Kvikmyndatækni
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    BR
    Farið verður í kvikmyndasögu heimsins á nokkuð víðtækan máta. Upphaf kvikmyndagerðar verður skoðað og þróun kvikmyndamiðilsins í fullskapað frásagnarform reifuð. Stór hluti námskeiðsins fer í myndun Hollywood og sögu þess sem miðstöðvar kvikmyndagerðar í hinum vestræna heimi. Saga kvikmyndaveranna, ritskoðun og áhrif hennar á myndun hins klassíska stúdíókerfis verður skoðuð, þá verður farið í breytingar á stúdíókerfinu og þróun þess til dagsins í dag. Kvikmyndasaga annarra þjóða verður tekin fyrir, þar á meðal Íslands og dæmi skoðuð um mikilvægar myndir frá þeim.
    Undanfari: KVFR1KT04AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu kvikmyndanna.
    • helstu hugtökum um stefnur og strauma kvikmyndasögunnar.
    • áhrifum kvikmyndasögunnar á kvikmyndaframleiðslu.
    • ólíkum miðlunarleiðum í kvikmyndagerð.
    • samfélagslegu, lýðræðislegu, menningarlegu og efnahagslegu gildi kvikmyndaverka.
    • kvikmyndasögu Íslands og annarra þjóða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta þekkingu sína við lestur og skilning á rituðu efni um kvikmyndir.
    • greina ólík form kvikmynda og mismunandi aðferðafræði við meðhöndlun viðfangsefna.
    • setja kvikmyndir í sögulegt samhengi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í sögulegri umræðu um eigin verk og annarra.
    • skilja helstu stefnur kvikmyndasögunnar.
    Námsmat byggir á verkefnum nemenda og hvernig þeir standa sig við útfærslu þeirra í tímum. Einnig er tekið tillit til áhuga og ástundunar ásamt útfærslu og frágangi á verkefnum. Nemendur skila greinargerðum og verkefnum sem eru metin til einkunna. Ferilmappa áfangans (portfólíó) er hluti af lokaeinkunn.