Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1537442254.13

  Rafmagnsfræði
  MRAF4MS02(BA)
  1
  Rafmagnsfræði - MS
  Meistaraskólinn
  Samþykkt af skóla
  4
  2
  BA
  Nemendur kynnast hinum ýmsu heitum, reglum og reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga í rafmagnsfræði. Unnið er áfram með þekkingu í rafiðnaðarnámi og þá reynslu sem rafvirkjar hafa öðlast í starfi sem sveinar. Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið verkefni sem innihalda viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.
  Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • viðnámsútreikningum, spennuföllum, straumdeilingu, þéttum, spólum, fasviki, marktíðni, eigintíðni, afli og fasaleiðréttingum.
  • helstu heitum og reglum rafmagnsfræðinnar.
  • helstu grundvallarlögmálum rafmagnsfræðinnar.
  • reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga í rafmagnsfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu reikniaðferðum og því verklagi sem notað er við útreikninga í rafmagnsfræði.
  • velja og nýta þær reikniaðferðir sem henta hverju sinni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa fræðitexta í rafmagnsfræði.
  • gera helstu útreikninga.
  • vinna verkefni sem innihalda viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.
  • sýna frumkvæði og innsæi við lausn verkefna sem tengjast rafmagnsfræði.
  Námsmat grundvallast á verkefnavinnu nemenda.