Nemendur kynnast hinum ýmsu heitum, reglum og reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga í rafmagnsfræði. Unnið er áfram með þekkingu í rafiðnaðarnámi og þá reynslu sem rafvirkjar hafa öðlast í starfi sem sveinar. Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið verkefni sem innihalda viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.
Sveinspróf í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun.